Bikarúrslit

Skapti Hallgrímsson

Bikarúrslit

Kaupa Í körfu

Þórsarar frá Akureyri urðu bikarmeistarar í 2. flokki í knattspyrnu sl. mánudagskvöld. Þeir sigruðu þá KR-inga í stórskemmtilegum úrslitaleik, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni á Akureyrarvelli, 8:6. Þetta er í fyrsta sinn sem Þór sigrar í keppninni, en hún hefur farið fram síðan 1964 og er enn keppt um sama farandbikarinn og í upphafi. Myndatexti: Víglundur Páll Einarsson, fyrirliði Þórs, hampar bikarnum. Víglundur Páll Einarsson fyrirliði Þórs tók við bikarnum úr hendi Björns Friðþjófssonar stjórnarmanns í KSÍ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar