Kvíaeldi ÚA

Skapti Hallgrímsson

Kvíaeldi ÚA

Kaupa Í körfu

Sólin sleikti spegilsléttan hafflötinn og ekki bærðist hár á höfði í bítið í gær þegar Morgunblaðið lagði í hann frá bryggju á Akureyri með tveimur starfsmanna ÚA í því skyni að fylgjast með þeim fóðra ýsu og þorsk í kvíum í Eyjafirði. "Við gefum þeim þrisvar til fjórum sinnum í viku að meðaltali; höfum verið að gefa 1-2% af heildarþyngd í kvíunum á dag," sagði Jón Þorvarðarson, stöðvarstjóri þorskeldis sem stýrir Birni EA, sem gárungarnir kalla Eldbak, í stíl við önnur fley ÚA. Vildu jafnvel kalla hann Gullfoss, eftir að Eimskipafélagið eignaðist meirihluta í félaginu! Myndatexti: Kristján Pétursson, til vinstri, og Jón Þorvarðarson, stöðvarstjóri þorskeldis hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, huga að einni kvínni á Eyjafirði. Akureyri og fjallið Súlur í baksýn. "Það er hvergi fallegra en einmitt hér í Eyjafirðinum - þegar veðrið er svona. Það er bara ekki alltaf svona!" sagði Kristján. Ýsueldi Útgerðarfélags Akureyringa í Eyjafirði. Eldisýsa ÚA

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar