Fornleifauppgröftur að Gásum

Skapti Hallgrímsson

Fornleifauppgröftur að Gásum

Kaupa Í körfu

Verslunarstaður fyrir allt Norðurland BRENNISTEINN hefur fundist við fornleifauppgröft við gamla verslunarstaðinn að Gásum og sagði Orri Vésteinsson, framkvæmdastjóri Fornleifastofnunar Íslands, að um merkan fund sé að ræða. Væntanlega sé brennisteinninn komin austan úr Mývatnssveit en þaðan var hann fluttur út á 13. öld. "Þessi fundur bendir til þess að Gásir hafi ekki einungis verið verslunarstaður fyrir Eyjafjörð heldur Norðurland allt," sagði Orri. Einnig hefur fundist talsvert af leirkerabrotum og sagði Orri það vekja athygli því leirker hafi ekki orðið algeng á Íslandi fyrr en á 17. öld en talið er að verslunarstaðurinn Gásir hafi lagst af í kringum árið 1400. MYNDATEXTI. Ef til vill táknræn orðsending á treyju þess er grefur í rústunum við fornleifauppgröft að Gásum í Eyjafirði; Aldrei of seint.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar