Landsmót skáta sett

Skapti Hallgrímsson

Landsmót skáta sett

Kaupa Í körfu

LANDSMÓT skáta, hið 24. í röðinni, var sett á Hömrum við Akureyri í gærkvöldi en þar hefur síðustu árin verið byggð upp útilífs- og umhverfismiðstöð sem akureyrskir skátar reka fyrir bæjarfélagið. Á Hömrum voru í gærkvöldi saman komnir skátar úr öllum heimshornum, frá alls 25 þjóðlöndum, m.a. Ástralíu og Kína, svo einhverjir séu nefndir sem langt eru að komnir. Meðal viðstaddra við setninguna voru Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, en hann upplýsti að þorpið á Hömrum, þar sem "heimamenn" verða um 4.000 næstu daga væri orðið næststærsti þéttbýlisstaður á Norðurlandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar