Flateyri - Snjóflóð féll úr Skollahvilft

Halldór Sveinbjörnsson

Flateyri - Snjóflóð féll úr Skollahvilft

Kaupa Í körfu

Snjóflóð féllu á Flateyri, í Hnífsdal og víðar á norðanverðum Vestfjörðum um helgina Flateyringar eru ánægðir með þá prófraun snjóflóðagarða staðarins sem fékkst á sunnudag og telja sig öruggari en áður þótt snjóflóðið hafi ekki verið stórt. Sýslumaðurinn á Ísafirði telur að snjóflóðin sýni að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á Flateyri og í Hnífsdal hafi verið réttar og að atburðirnir geti haft áhrif á umræðu um snjóflóðavarnir annars staðar á landinu. Helgi Bjarnason ræddi við fólk fyrir vestan. MYNDATEXTI: SNJÓFLÓÐ féll úr Skollahvilft ofan við Flateyri, á sama stað og 1995. Flóðið féll að innri hlið snjóflóðavarnargarðsins og meðfram honum út í sjó á bak við smábátahöfnina sem sést á myndinni. Efst í gilinu, uppi undir fjallsbrún, sést brotið í snjónum, þar sem flóðið á upptök sín. (smábátahöfnin sést fremst á mynd) (ATHUGIÐ! Endursent vegna þess að attachment gleymdist Myndir: Halldór Sveinbjörnsson og fleiri. Frá Helga Bjarna til Karls Blöndals Sending 1 af 2 (4myndir) )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar