Íslenski dansflokkurinn

Jim Smart

Íslenski dansflokkurinn

Kaupa Í körfu

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir þrjú ný dansverk í Borgarleikhúsinu í kvöld. Það skemmtilega við þessa sýningu er auðvitað að um frumsköpun er að ræða í öllum verkunum - þau eru samin sérstaklega fyrir dansflokkinn og eru ákaflega ólík innbyrðis," segir Katrín Hall, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, sem frumsýnir í kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins sýningu undir heitinu Lát hjartað ráða för. Þrjú verk eru á efnisskránni, eitt þeirra eftir Katrínu sjálfa, og taka níu dansarar flokksins þátt í sýningunni. "Tvö verkanna eru samin af mjög þekktum danshöfundum í Evrópu, Itzik Galili og Ed Wubbe. Itzik Galili starfaði með okkur í fyrra líka þegar hann setti upp verkið Með augum Nönu, sem fékk mjög góðar viðtökur. Ed Wubbe hefur verið hér oft áður, reglulegur gestur í rauninni. Hann starfaði hérna fyrst árið 1986 og aftur 1998. Þetta er sjötta verkið sem Íslenski dansflokkurinn setur upp eftir hann og önnur frumsköpunin."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar