Atvinnuleysi - Andlegar áhyggjur

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Atvinnuleysi - Andlegar áhyggjur

Kaupa Í körfu

ANDLEG líðan og áhyggjur af fjármálunum eru þau málefni sem hafa verið atvinnulausum efst í huga á fundum sem kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu hefur staðið fyrir að undanförnu í safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Tjörnina í Reykjavík. Bryndís Valbjarnardóttir guðfræðingur hefur leitt starfið, sem var komið fyrst á fót eftir að Íslensk erfðagreining sagði 200 starfsmönnum upp síðasta haust. Bryndís segir ánægjulegt að flestir sem hafi mætt á fundina þá hafi fengið vinnu. Einn þeirra hafi þá sagst vera búinn að sækja um 360 störf, sem sýni ástandið á vinnumarkaði. MYNDATEXTI: Bryndís Valbjarnardóttir, Jóhanna Magnúsdóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir á fundi með atvinnulausum í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Næsti fundur verður á sama stað á morgun, þá verður líðan fólks við atvinnumissi rædd sem og hvernig skynsamlegt er að bregðast við atvinnuleysi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar