Bláfjöll - Skíði

Brynjar Gauti

Bláfjöll - Skíði

Kaupa Í körfu

GÓÐ og jöfn aðsókn var að skíðasvæðinu í Bláfjöllum á laugardag og að sögn Grétars Þórissonar, umsjónarmanns svæðisins, er nægur snjór enn í fjöllunum þrátt fyrir snjóleysið í borginni. Vegna hvassviðris var þó lokað í fjöllunum í gær og á sunnudag en stefnt er að opnun á ný um leið og veður leyfir. Unnið var að uppsetningu nýrrar byrjendalyftu í Bláfjöllum í gær og bjóst Grétar við að hægt yrði að taka hana í notkun um næstu helgi. Verður það tólfta skíðalyftan í Bláfjöllum. EKKI ANNAR TEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar