Umferðarslys í Öxnadal

Kristján Kristjánsson

Umferðarslys í Öxnadal

Kaupa Í körfu

MJÖG harður árekstur varð á þjóðvegi 1 í Öxnadal um klukkan níu í gærmorgun, um einn kílómetra vestan við bæinn Syðri-Bægisá. Vörubíll og fólksbíll skullu saman af miklu afli og höfnuðu báðir utan vegar. Ökumaður fólksbílsins slasaðist töluvert en klippa þurfti bíl hans til að ná honum út. Ökumaður vörubílsins slapp ómeiddur en báðir ökumennirnir, sem voru einir í bílum sínum, voru fluttir á slysadeild FSA. Slökkvilið Akureyrar sendi tvo sjúkrabíla, bíl með klippur og dælubíl á staðinn. Lögreglan lokaði veginum um tíma vegna slyssins. MYNDATEXTI: Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Akureyri að störfum á slysstað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar