Samningur um sýningu í Kaplakrika

Samningur um sýningu í Kaplakrika

Kaupa Í körfu

EIN stærsta sýning sem haldin hefur verið í Hafnarfirði, Fólk og fyrirtæki, verður í maí nk. en samningur þar um var undirritaður sl. þriðjudag. Alls munu vel á annað hundrað fyrirtæki taka þátt í henni. Auk bæjarins er Alcan stærsti bakhjarl sýningarinnar en Alcan er stærsti vinnustaður bæjarins. Framkvæmdaaðili sýningarinnar er markaðsfyrirtækið MB Miðlun. Segir í fréttatilkynningu að fyrir utan fyrirtækjakynningar verði á sýningunni settir upp ólíkir markaðir, m.a. uppboðs- og flóamarkaðir auk stórrar kauphallar. Sýningin, sem fer fram dagana 29. maí til 2. júní, mun einnig marka upphaf menningarhátíðar Hafnarfjarðar. MYNDATEXTI: Lúðvík Geirsson bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir Hafnarfjarðarbæ en Björgvin Rúnarsson, framkvæmdastjóri MB Miðlunar, fyrir framkvæmdaaðila.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar