Ása Guðrún Kristjánsdóttir

Ása Guðrún Kristjánsdóttir

Kaupa Í körfu

"Ég er í meistaranámi á rannsóknastofu í næringarfræði hjá Ingu Þórsdóttur prófessor en nokkrir nemar eru þar í meistaranámi og doktorsnámi," segir Ása Guðrún Kristjánsdóttir, en fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar þar, t.d. rannsóknir á mataræði á meðgöngu og mataræði barna, og á kúamjólk og hollustueiginleikum hennar. "Meistaranámið skiptist í verkefni og eina önn í bóklegu námi sem ég ætla að taka næsta haust í Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum (KVL) í Kaupmannahöfn," segir hún. Rannsóknastofa í næringarfræði er í samstarfi við nokkrar stofur og deildir í næringarfræði við evrópska háskóla, og á auk þess þátt í uppbyggingu á evrópsku meistaranámi í lýðheilsunæringarfræði (public health nutrition), ásamt mörgum öðrum háskólum. MYNDATEXTI: Ása Guðrún

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar