Vetrarhátíð í Tjarnarhólma

Vetrarhátíð í Tjarnarhólma

Kaupa Í körfu

Í ANDA Bakkabræðra verður ljós borið í sérkennilegt hús í Tjarnarhólmanum í kvöld á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Húsinu var komið fyrir í hólmanum í gær af nemendum fornáms Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þarna er á ferðinni verðlaunaverk myndlistarkonunnar Ilmar Stefánsdóttur en hún hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni Vetrarhátíðar. Enginn myndatexti. Leiðrétt: Ljósberar í Tjarnarhólma 20 nemendur fornámsdeildar Myndlistaskólans í Reykjavík eiga heiðurinn af listaverkinu Ljósberar í Tjarnarhólma ásamt Ilmi Stefánsdóttur, en ekki eingöngu Ilmur, eins og ráða mátti af frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ljósberar er gjörningur með ljós þar sem vitnað er í söguna af ljósaburði Bakkabræðra forðum þar sem þorpsbúar eru að bjarga tunglinu upp úr tjörn sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar