Happdrættisbíll afhentur

Happdrættisbíll afhentur

Kaupa Í körfu

NÝLEGA var afhentur aðalvinningur í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinninginn, bíl af gerðinni Alfa Romeo 156, hlaut Guðrún Erla Guðjónsdóttir. Hún tók við lyklunum hjá Jóhannesi Tómassyni, formanni Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Viðstödd voru Emil Örn Kristjánsson, eiginmaður hennar og Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Dregið er í Happdrætti Krabbameinsfélagsins tvisvar á ári hverju, og er það mikilvæg tekjulind, en mikill hluti fræðslustarfs félagsins er kostaður með hagnaði af happdrættinu. allur textinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar