Skólahúsið í Holti á Mýrum

Sigurður Mar Halldórsson

Skólahúsið í Holti á Mýrum

Kaupa Í körfu

Vinnustofa fyrir fatlaða í Holti á Mýrum SKÓLAHÚSIÐ í Holti á Mýrum fær nýtt hlutverk með samningi sem Anna Egilsdóttir hefur gert við Sveitarfélagið Hornafjörð. Samningurinn var undirritaður á þriðjudag. Anna veitir forstöðu einkareknu sambýli fyrir fatlaða á Hólabrekku og verður skólahúsið nýtt undir vinnustofur fyrir íbúa sambýlisins. Að undanförnu hefur sambýlið haft eitt herbergi í Holti til umráða og þar hefur verið starfrækt vinnustofa í tilraunaskyni. Anna segir þá tilraun hafa gefist mjög vel og skilað góðum árangri í meðferðarstarfinu. Samningurinn geri henni kleift að efla það starf til muna og bæta MYNDATEXTI: Anna Egilsdóttir forstöðumaður og Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Höfn, undirrituðu samning um leigu á gamla skólahúsinu í Holti á Mýrum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar