Guðmundur Johnsen

Halldór Kolbeins

Guðmundur Johnsen

Kaupa Í körfu

"Framan af ævinni hef ég sennilega verið frekar "eðlilegt" barn. Ég var frekar fljótur til. Byrjaði að labba sex mánaða og tala tveggja ára, en var kallaður Mr. Touch því ég hafði ríka snertiþörf. Ég þurfti að koma við allt, taka í sundur og setja saman á ný og það aftraði mér ekkert að þurfa að klifra upp á skápa til að ná í það sem ég ætlaði mér. Ég var mikið eftirlæti fjölskyldunnar sem lítill ljóshærður engill og fékk ein frænkan mig oft lánaðan í vagninum til að labba með mig niður Laugaveginn með vinkonunum. En svo kom að því að litli ljóshærði drengurinn þurfti að fara í skóla og fljótlega fór að bera á vandamálum, sem ekki voru vel séð, enda var allt mitt fólk meira og minna háskólagengið, pabbi minn og afi báðir læknar og auðvitað lá beinast við að ég fetaði svipaða leið," segir Guðmundur Johnsen, sem fæddur er árið 1967 og útskrifaðist úr HÍ sem stjórnmálafræðingur árið 1993 eftir að hafa hnotið um ýmsa steinhnullunga á menntaveginum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar