Afganistan

Þorkell Þorkelsson

Afganistan

Kaupa Í körfu

Afganska þjóðin er nú að reisa land sitt úr rústum eftir langvarandi ófrið og afleiðingar jarðskjálfta. Ofan á það bættust miklir þurrkar. Alþjóðlegar hjálparstofnanir leggja lið við úrlausn óteljandi ................. Tilgangur farar Þorkels til Afganistans í desember síðastliðnum var að fylgjast með hjálpar- og uppbyggingarstarfi Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Leiðin lá fyrst til Kabúl, höfuðborgar landsins. Þá var ekki nema tæpt ár liðið frá því Hamid Karzai sór embættiseið sem forsætisráðherra í nýrri bráðabirgðastjórn Afganistans. Var það í fyrsta sinn í marga áratugi sem valdaskipti fóru fram í landinu með friðsamlegum hætti. ...... Frá því bráðabirgðastjórnin tók við völdum 22. desember 2001 hafa mikil umskipti orðið í Afganistan MYNDATEXTI: Arefa litla í Kabúl stóð við húsvegg nágrannans, eða það sem eftir var af honum. Fjölskylda hennar sem telur fimm manns flúði ógnarstjórn talíbana. Þegar þau sneru aftur var heimili þeirra rústir einar. Þau völdu að búa um sig í rústunum frekar en að hírast á götunni eins og fjöldi fólks gerir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar