Afganistan
Kaupa Í körfu
Afganska þjóðin er nú að reisa land sitt úr rústum eftir langvarandi ófrið og afleiðingar jarðskjálfta. Ofan á það bættust miklir þurrkar. Alþjóðlegar hjálparstofnanir leggja lið við úrlausn óteljandi ................. Tilgangur farar Þorkels til Afganistans í desember síðastliðnum var að fylgjast með hjálpar- og uppbyggingarstarfi Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Leiðin lá fyrst til Kabúl, höfuðborgar landsins. Þá var ekki nema tæpt ár liðið frá því Hamid Karzai sór embættiseið sem forsætisráðherra í nýrri bráðabirgðastjórn Afganistans. Var það í fyrsta sinn í marga áratugi sem valdaskipti fóru fram í landinu með friðsamlegum hætti. ...... Frá því bráðabirgðastjórnin tók við völdum 22. desember 2001 hafa mikil umskipti orðið í Afganistan MYNDATEXTI: Sayed Omar Shah flaug MIG-21orrustuvél í flugher Afganistans og barðist ma. gegn Sovétmönnum. Áður hafði hann hlotið her- og flugþjálfun hjá sovéska flughernum. Nú er Sayed Omar Shah starfsmaður Rauða hálfmánans. Nær aldarfjórðungs ófriður í landinu hefur tekið mikinn toll. Omar missti einn besta vin sinn þegar vörubíll, hlaðinn skriðdrekaflaugum, sprakk í loft upp. Vinurinn var í þriðja bíl þar frá og fórst í sprengingunni. Omar heimsækir grafreit vinar síns reglulega og fer með stutta bæn. Hvatvetna má sjá grafreiti og bera þeir vitni hinu mikla mannfalli sem þjóðin hefur orðið fyrir. Það var ekki síst ungt fólk, framtíð þjóðarinnar, sem féll í átökunum og var lagt til hinstu hvílu í þessum fátæklegu grafreitum. Óhrjálegir legsteinar eru minningarmörk, en einnig lifa minningar um hina látnu í hugum þeirra sem af komust og berjast nú fyrir endurreisn landsins.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir