Fólk lést í eldsvoða á Þingeyri

Halldór Sveinbjörnsson

Fólk lést í eldsvoða á Þingeyri

Kaupa Í körfu

Þrennt fórst í eldsvoða á Þingeyri í fyrrinótt GRÍÐARMIKILL eldur mætti slökkviliðsmönnum þegar þeir komu að Aðalstræti 49 á Þingeyri í fyrrinótt. Eldsúlur stóðu út um glugga og teygðu sig á tímabili upp fyrir þakskegg hússins. Ung hjón og 1½ árs sonur þeirra fórust í eldsvoðanum. Manninum tókst að bjarga syni sínum á fjórða ári út en fór aftur inn í íbúðina og reyndi að bjarga fleirum. Hann fannst síðar látinn á gólfi svefnherbergisins, ásamt eiginkonu sinni og yngri syni. MYNDATEXTI. Sigmundur Þórðarson sjúkraflutningamaður segir biðina eftir slökkvibíl hafa virst sem heil eilífð. ( Bruni á Þingeyri - Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar