Árbæjarskóli - Tómas og Eyþór

Halldór Kolbeins

Árbæjarskóli - Tómas og Eyþór

Kaupa Í körfu

Nemendur í Árbæjarskóla fræðast um líf barna í Írak HÓPUR nemenda í sjötta bekk í Árbæjarskóla brá út af hefðbundinni kennslu í síðustu viku á sérstökum þemadögum og fræddist um daglegt líf barna og fjölskyldna í Írak í ljósi yfirvofandi stríðsátaka í landinu. Þau hafa undanfarna daga viðað að sér efni á Netinu, horft á myndbönd og velt fyrir sér viðfangsefninu frá ólíkum sjónahornum. Afraksturinn er í þann veginn að fæðast, verður sýndur á veggjum skólans, bæði myndir og textar, sem aðrir nemendur geta virt fyrir sér. Morgunblaðið ræddi við tvo nemendur sem fóru ekki í grafgötur með skoðanir sínar á hugsanlegu stríði og alfleiðingum þess, mönnum og málefnum. MYNDATEXTI: Tómas Daði Halldórsson og Eyþór Ingi Eyþórsson sögðu skoðun sína á Íraksmálinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar