Hreinsað eftir skemmdir á strætóskýli

Kristján Kristjánsson

Hreinsað eftir skemmdir á strætóskýli

Kaupa Í körfu

UNDANFARNA daga hafa rúður í strætisvagnaskýlum á Akureyri verið brotnar og er tjónið umtalsvert. Níu rúður í skýlum í Gilja- og Síðuhverfi hafa verið brotnar og þar af fimm aðfaranótt sunnudags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri kostar hver rúða um 40 þúsund krónur og biður hún alla þá sem geta gefið upplýsingar um þessi skemmdarverk að láta vita. MYNDATEXTI: Gunnlaugur Árnason bílstjóri, t.v., og Stefán Baldursson, framkvæmdastjóri SVA, hreinsa upp glerbrot við strætisvagnaskýli í Vestursíðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar