Vonarland nýtt háskóla- og rannsóknasetur

Steinunn Ásmundsdóttir

Vonarland nýtt háskóla- og rannsóknasetur

Kaupa Í körfu

VINNUHÓPUR, skipaður af menntamálaráðherra í fyrrahaust, hefur lagt til að háskólanámssetur verði stofnsett á Egilsstöðum. Það á að tengjast væntanlegu rannsókna- og þjónustusetri Skógræktar ríkisins, Héraðsskóga, hreindýrarannsókna Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins, Búnaðarsambands Austurlands og Landsvirkjunar. Þannig er ætlunin að mynda öflugt þekkingarsetur sem styður við háskólanám og rannsóknir á Austurlandi og er Fræðslunet Austurlands talinn heppilegur aðili til að halda utan um starfsemina. Í skýrslu vinnuhópsins er einnig lagt til að byggður verði upp svokallaður netháskóli sem byggist á samstarfi háskólanna í landinu um fjarkennslu og dreifmenntun. MYNDATEXTI: Í ágúst er stefnt að því að opna í þessum húsakynnum á Egilsstöðum nýtt háskóla- og rannsóknasetur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar