Skákdrottningar á Eddumóti

Skákdrottningar á Eddumóti

Kaupa Í körfu

ALEXEI Shirov, Emil Sutovsky og Michail Gurevich eru efstir í Eddumótinu í atskák með sex vinninga hver eftir sjö umferðir og síðan koma sex skákmenn með fimm og hálfan vinning hver, en tvær síðustu umferðirnar verða tefldar í Borgarleikhúsinu síðdegis. Miklar sviptingar voru í skákinni í gær en þá voru tefldar fjórar umferðir. Í 7. umferð bar það helst til tíðinda að Jóhann Hjartarson vann Bartlomiej Macieja og er í 4. til 9. sæti með fimm og hálfan vinning, en Shirov hafði betur gegn Sutovsky. Stefán Kristjánsson er næstefsti Íslendingurinn í 10. til 15. sæti með fimm vinninga. Ljóst er að mikil barátta er um efstu sætin en keppnin hefst kl. 17 í dag. MYNDATEXTI: Skákdrottningarnar Guðlaug Þorsteinsdóttir og Regina Pokorova frá Slóvakíu eru á meðal keppenda á Eddumótinu í Borgarleikhúsinu. Skákdrottningarnar Guðlaug Þorsteinsdóttir og Regina Pokorova frá Slóvakíu sem að stoða mun við skákkennslu á vegum Hróksins á næstunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar