Blómstrandi tré

Sverrir Vilhelmsson

Blómstrandi tré

Kaupa Í körfu

Tréð, sem staðið hefur í blóma í garði einum við Laufásveg síðan á jólum, er að öllum líkindum upprunnið í Kína og nefnist á latínu Viburnum farreri eða keisararunni eins og Danir og Norðmenn kalla það. Morgunblaðið greindi frá plöntunni á mánudag en hún hefur vakið athygli fyrir að standa í fullu blómaskrúði þrátt fyrir að hávetur sé. Enginn myndtexti: ( Tré á Laufásvegi 38 / kraftaverkatréið. Tré eru af ýmsum stærðum og gerðum. Öll tré skiptast í tvo flokka; barrtré og lauftré. Barrtré eru græn allt árið og á þeim eru nálar sem nefnast barrnálar. Lauftré fella laufið á haustin og liggja í dvala á veturna. Barrtré eru t.d. blágreni, lerki, normansþinur og fura en af lauftrjám má nefna reynitré, birki, og ösp. Við getum sagt að tré skiptist í þrjá hluta; rót, stofn og krónu. Krónan er misjöfn í laginu eftir því hvort um er að ræða barrtré eða lauftré. Í nútímasamfélagi er mjög nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrir þvi að eyðing skóga getur haft afar slæm áhrif á lífríki jarðar og andrúmsloftið.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar