Hlynur Birgisson fyrirliði Þórs

Kristján Kristjánsson

Hlynur Birgisson fyrirliði Þórs

Kaupa Í körfu

ÞÓR hafði betur á móti grönnum sínum í KA, 1:0, í fyrsta opinbera leik Akureyrarliðanna í Boganum í gærkvöldi. Leikurinn var merkilegur fyrir þær sakir að hann hafði tvöfalt vægi. Hann var liður í deildabikarkeppni KSÍ og jafnframt úrslitaleikur á Norðurlandsmótinu. Pétur Kristjánsson, 21 árs gamall leikmaður Þórs, tryggði 1. deildarliðinu sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Myndatexti: Hlynur Birgisson fyrirliði Þórs lyftir bikarnum fyrir sigurinn á Norðurlandsmótinu í knattspyrnu eftir kærkominn sigur á erkifjendunum í KA í Boganum í gærkvöldi, 1:0.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar