Leikskólabörn hlýða á Sinfóníuhljómsveit Íslands

Jim Smart

Leikskólabörn hlýða á Sinfóníuhljómsveit Íslands

Kaupa Í körfu

Sinfóníuhljómsveit Íslands fær í heimsókn til sín góða gesti í þessari viku. Hátt í 3.000 leikskólabörn af höfuðborgarsvæðinu hlýða á hljómsveitina og Stefán Karl Stefánsson leikara flytja ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev en verkið hefur heillað stóra sem smáa frá því það var samið 1936. Myndin var tekin á tónleikum hljómsveitarinnar í gær og ekki verður annað séð en börnin hafi kunnað prýðilega að meta það sem bar fyrir augu og eyru. Þessar ungu stúlkur voru a.m.k. yfir sig ánægðar með tónleikana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar