Nína Ósk Kristinsdóttir og Sigurður Jónsson

Reynir Sveinsson

Nína Ósk Kristinsdóttir og Sigurður Jónsson

Kaupa Í körfu

NÍNA Ósk Kristinsdóttir knattspyrnukona hefur verið útnefnd Íþróttamaður Sandgerðis 2002. Útnefningin var kynnt á hátíðarsamkomu sem fram fór í golfskála Golfklúbbs Sandgerðis 5. mars, en þá voru liðin 100 ár frá fæðingu Magnúsar Þórðarsonar stofnanda íþróttafélagsins Reynis. Nína Ósk stundar íþrótt sína með RKV, sem er sameiginlegt lið Reynis, Keflavíkur og Víðis í Garði í kvennaknattspyrnu. Hún skoraði 18 mörk í 13 leikjum síðasta sumar og var markahæsti leikmaður liðsins. Nína var valin í 17 ára landslið Íslands sem tók þátt í Norðurlandamótinu sem var haldið hér á landi síðasta sumar. ............. Einnig var Sigurður Jónsson í Golfklúbbi Sandgerðis heiðraður af Sandgerðisbæ fyrir góðan árangur á árinu 2002 en hann er talinn einn efnilegasti kylfingur landsins. MYNDATEXTI: Efnilegir íþróttamenn, Nína Ósk Kristinsdóttir og Sigurður Jónsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar