Hártískan 2003

Sverrir Vilhelmsson

Hártískan 2003

Kaupa Í körfu

Fannar Leósson hjá Space vann hárið á Edith: "Hún var með strípur fyrir, þannig að ég setti gráa litablöndu yfir. Kaldir litir, eins og silfurgrár, eru mikið að koma," segir Fannar og bætir við að oft sé óþarfi að strípa hár upp á nýtt, hægt sé að fríska upp á það með fljótlegri aðferðum sem kosta minna. "Reyndar setti ég aðeins dekkri, kaldan brúnan lit í toppinn, sem er klipptur aflíðandi. Toppar hafa einmitt verið áberandi að undanförnu og verða það enn meira í vor, þungir eða skakkir. Um þessa klippingu er að öðru leyti hægt að segja að hún sé síð með ýktari styttum í hvirflinum."Fannar bendir á að áberandi strípur séu að detta út. "Í staðinn er þeim meira blandað inn í hárið eins og tónum, þær eru settar undir svo hárið verði ekki röndótt. Já, svo eru liðir að koma aftur eftir talsverða fjarveru - og gefa skemmtilega möguleika á einföldum og afslöppuðum hárgreiðslum."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar