Pekka Korvenmaa og Max Borka

Pekka Korvenmaa og Max Borka

Kaupa Í körfu

Hönnunarráðstefnan Máttur og möguleikar - gildi hönnunar við framþróun og samkeppnishæfni atvinnulífs var haldin á dögunum í Norræna húsinu á vegum samstarfsnefndar um hönnun. Ráðstefnan var liður í starfi nefndar sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti skipaði fyrir nokkru til þess að meta ávinninginn af rekstri hönnunarmiðstöðvar fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf, en nefndin mun skila tillögum sínum innan skamms. Í hópi fyrirlesara á ráðstefnunni voru Belginn Max Borka og Finninn Pekka Korvenmaa, sem báðir hafa mikla reynslu á sviði hönnunar og atvinnulífs í heimalöndum sínum. Borka hefur í tvígang stýrt hönnunartvíæringnum Interieur í Kortrijk í Belgíu og hefur nýlega verið ráðinn til þess að blása nýju lífi í viðburði og sýningar af sama toga í Brussel. Er honum ætlað að koma höfuðborg Belgíu á kortið á alþjóðavettvangi hönnunar og efla um leið innra samstarf fólks og fyrirtækja í þessum geira í borginni. Pekka Korvenmaa er prófessor við Lista- og hönnunarháskólann í Helsinki (UIAH). myndatexti: Pekka Korvenmaa og Max Borka taka sér stöðu í reykvískri götumynd sem að þeirra dómi má bæta með betri hönnun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar