Arnar Steinn Þorsteinsson

Arnar Steinn Þorsteinsson

Kaupa Í körfu

ÞAÐ kvað vera fallegt í Kína, orti Tómas og líklega tekur Arnar Steinn Þorsteinsson undir þau orð skáldsins enda hefur hann dvalið í landinu á annað ár og unir hag sínum vel. Þar stundar hann háskólanám í kínversku og sér fram á námsdvöl í nokkur ár í viðbót, enda er þetta forna tungumál harla ólíkt því sem við Vesturlandabúar eigum að venjast, bæði í ræðu og riti. Arnar Steinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík í nýmáladeild árið 1998 og tók sér þá frí frá námi í eitt ár. "Ég fór út til Englands að leika mér í einhvern tíma og kom svo heim og ákvað að prófa blákaldan íslenskan veruleika, fór að vinna í verkamannavinnu, en fann eftir hálfs árs streð að það átti ekki við mig," segir Arnar Steinn um aðdraganda þess að hann ákvað að skella sér í háskólanám í Kína. myndatexti: Arnar Steinn Þorsteinsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar