Kötluæfing

Jónas Erlendsson

Kötluæfing

Kaupa Í körfu

ÆFÐ var rýming í grunnskóla Mýrdalshrepps vegna hugsanlegs Kötlugoss. Æfingin felur í sér að unnið verður eftir innanhússneyðaráætlun skólans og æfð viðbrögð við hættu vegna eldsumbrota í Mýrdalsjökli. Að sögn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur skólastjóra gekk æfingin mjög vel. Það tók aðeins sautján mínútur að rýma skólann og koma öllum nemendum í öruggt skjól í gistiheimilinu Ársölum sem stendur ofarlega í þorpinu. ENGINN MYNDATEXTI. (á kötluæfingu í dag í Grunnskóla Mýrdalshrepps. Kveðja)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar