Eldur í bílageymslu Kringlunnar

Júlíus Sigurjónsson, julius@mbl

Eldur í bílageymslu Kringlunnar

Kaupa Í körfu

Eldur kom upp í einangrun milli veggja í bílageymslu Kringlunnar þar sem áður var Borgarkringlan síðdegis í gær. Talsverðan reyk lagði af eldinum og barst hann í verslunarrýmið fyrir ofan og varð að loka bókaverslun Pennans-Eymundssonar vegna reyks. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út og reykræsti kjallarann og verslunarrýmið að loknu slökkvistarfi. Eldsupptök eru ókunn en eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar