Flotkvíar ÚA skoðaðar

Kristján Kristjánsson

Flotkvíar ÚA skoðaðar

Kaupa Í körfu

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa er með sjö flotkvíar í sjó í Eyjafirði, í tengslum við fiskeldi félagsins en aðeins er þó fiskur í þremur kvíum. Innan skamms hefst veiði á þorski og ýsu og verður fiskurinn settur í kvíar á firðinum, þorskur í þrjár kvíar og ýsa í eina. Þá verða klakin þorskseiði frá tilraunaeldisstöð félagsins á Hauganesi sett í eina sjókví í maí í vor. Einnig er ÚA með fjórar minni sjókvíar fyrir tilraunaeldi og til söfnunar frá fiskibátum en verið er að vinna að endurbótum á þeim, gera þær sterkari og burðarmeiri, að sögn Óttars Más Ingvasonar, MYNDATEXTI; Guðmundur Jónasson, Karl Haraldsson og Magnús Bjargarson vinna við endurbætur á tilraunaflotkvíum ÚA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar