Jarðskjálftamælar á Mýrdalsjökli

Jónas Erlendsson

Jarðskjálftamælar á Mýrdalsjökli

Kaupa Í körfu

Þrír jarðvísindamenn voru í gær á Mýrdalsjökli að koma fyrir skjálftamælum á Austmannsbungu og Entukollum. Skjálftavirkni í Kötlu hefur aukist umtalsvert á undanförnum misserum og samþykkti ríkisstjórnin nýlega að veita 13 milljónir króna á fjáraukalögum til að halda áfram viðbótarvöktun á Mýrdalsjökli og við eldstöðina Kötlu vegna eldgosahættu á svæðinu. Myndatexti: Þeir sem unnu að uppsetningu mælanna voru Halldór Ólafsson frá Norrænu eldfjallastöðinni (l.t.v.), Haukur Brynjólfsson frá Raunvísindastofnun Háskólans og Grétar Einarsson úr Björgunarsveitinni Víkverja í Vík (l.t.h.). Aftan við þá er Erik Sturkell frá Veðurstofu Íslands. ( Í dag uppi á Mýrdalsjökli þar sem settir voru upp 3 jarðskjálftamælar 806kb. Á myndinni eru Halldór Ólafsson frá Norrænu eldfjallastöðinni, Haukur Brynjólfsson frá Raunvísendastofnum háskólans, Erik Sturkell frá Veðurstofu Íslands og Grétar Einarsson úr Björgunnarsveitinni Víkverja í Vík standa við mælirinn á Austmansbungu. 579kb Halldór, Erik, Haukur og Grétar að gera jarðskjálftamælir við Austmansbungu kláran. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar