Fundur Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu

Fundur Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu

Kaupa Í körfu

Til að tryggja varnir Íslands á 21. öld verður áfram að byggja á varnarsamstarfinu við Bandaríkjamenn en Íslendingar verða jafnframt að taka aukna ábyrgð og frumkvæði í vörnum landsins. Um þetta voru þau Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Björn Bjarnason, alþingismaður og borgarfulltrúi, og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður sammála en þau voru framsögumenn á sameiginlegum fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu á Hótel Sögu í gær þar sem fjallað var um hvernig varnir Íslands yrðu tryggðar á 21. öldinni. Myndatexti: Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fjallaði um varnir Íslands á 21. öld á fundi Varðbergs í gær. Auk hans fluttu framsögur þau Björn Bjarnason, alþingismaður og borgarfulltrúi, og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður en þau sitja bæði í utanríkismálanefnd Alþingis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar