Biljarðborð frá Víkurdeild Rauða kross Íslands

Jónas Erlendsson

Biljarðborð frá Víkurdeild Rauða kross Íslands

Kaupa Í körfu

ÞAÐ voru félagar úr Víkurdeild Rauða kross Íslands sem afhentu félagsmiðstöðinni OZ í Vík í Mýrdal nýtt 6 feta biljarðborð sem gjöf frá félaginu, en félagsmiðstöðin hefur húsnæði í félagsheimilinu Leikskálum og hafa ýmis fyrirtæki í Vík styrkt félagsmiðstöðina með því að gefa þangað tæki, t.d. gaf Byggingarfélagið Klakkur félagsmiðstöðinni 28 tommu sjónvarpstæki núna nýverið. Krakkarnir úr fimmta, sjötta og sjöunda bekk Grunnskóla Mýrdalshrepps voru mjög ánægð með að fá þetta biljarðborð og stilltu sér upp í kring um það ásamt starfsmanni félagsmiðstöðvarinnar og þremur stjórnarmönnum deildarinnar. MYNDATEXTI: Biljarðborðið ásamt glöðum hóp barna, Rauðakrossfélögum og starfsmanni OZ. (Það voru félagar úr Víkurdeild Rauða kross Íslands sem afhentu félagsmiðstöðinni OZ í Vík í Mýrdal nýtt 6 feta biljarðborð sem gjöf frá félaginu)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar