Stærðfræðisnillingar

Stærðfræðisnillingar

Kaupa Í körfu

Mikill stærðfræðiáhugi virðist vera í 10. bekk í Landakotsskóla en fjórir af þeim tíu nemendum tíundabekkjar sem lentu í tíu efstu sætunum í stærðfræðikeppni sem haldin var í Menntaskólanum í Reykjavík nýlega komu úr Landakotsskóla. Gátu nemendur í 8.-10. bekk Austurbæjarskóla, Hagaskóla, Hlíðaskóla, Landakotsskóla og Valhúsaskóla tekið þátt í keppninni og mættu alls 152 nemendur til leiks. Myndatexti: Stærðfræðisnillingarnir Klara Jóhanna Arnalds, Bjarni Björnsson, James Frigge og Benedikt Örn Bjarnason, nemendur í 10. bekk í Landakotsskóla, sem öll komust í tíu efstu sætin í stærðfræðikeppni sem MR hélt á dögunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar