Uppskipun á salti í Hafnarfjarðarhöfn

Brynjar Gauti

Uppskipun á salti í Hafnarfjarðarhöfn

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er iðulega nóg um að vera á hafnarsvæðum hringinn í kringum landið, hvort sem bátar eru að koma í höfn, drekkhlaðnir af fiski, eða öðrum varningi eins og í þessu tilfelli. Þegar ljósmyndari átti leið um Hafnarfjarðarhöfn á dögunum blasti við honum þessi sjón. Starfsmenn hafnarinnar voru önnum kafnir við uppskipun á salti úr skipinu Svila Klaipeda. Ekki fylgdi sögunni hvaðan skipið var að koma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar