Fjarðabyggð

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fjarðabyggð

Kaupa Í körfu

Fyrirhugaðar álversframkvæmdir munu hafa margvísleg áhrif í Fjarðabyggð LJÓST er að fyrirhugað álver Alcoa í Reyðarfirði mun hafa gríðarleg áhrif á allt mannlíf í Fjarðabyggð og á rekstur sveitarfélagsins. Undirbúningsframkvæmdir eru í raun þegar hafnar og á fréttamannafundi í gær greindu forráðamenn sveitarfélagsins frá því að alls hefðu 350 byggingarlóðir verið skipulagðar í Fjarðabyggð. Er það samkvæmt fyrsta aðalskipulagi Fjarðabyggðar sem samþykkja á í haust. Á þessum 350 lóðum eiga að rísa hús með alls 375 íbúðum. Þá standa yfir hitaveituframkvæmdir í Eskifirði og tilraunahola þar hefur gefið góða raun. MYNDATEXTI: Forsvarsmenn Fjarðabyggðar kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir sveitarfélagsins. Frá vinstri: Smári Geirsson, formaður bæjarráðs, Þorbergur Hauksson, forseti bæjarstjórnar, Helgi Seljan bæjarfulltrúi, Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri og Magni Kristjánsson bæjarfulltrúi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar