Laugarnescampurinn

Laugarnescampurinn

Kaupa Í körfu

Auglýst eftir braggabörnum úr Laugarnescampinum "HALLÓ, halló braggabörn, sem bjuggu í Laugarnescamp á árunum '48-'58. Okkur langar að hitta ykkur!" Þannig hljóðaði lítil auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu í byrjun mánaðarins en undir hana skrifa Adda, Mæja og Sigga. "Við vorum búnar að tala um þetta í mörg ár áður en við létum verða af þessu," segir Sigga, sem fullu nafni heitir Sigríður Sæunn Óskarsdóttir. "Svo fórum við í bíó og út að borða saman um daginn. Þá ákváðum við að drífa í þessu og skrifuðum auglýsinguna á staðnum áður en við skiptum um skoðun." Vinkonur hennar, þær Þorgerður Sigurjónsdóttir og María Snorradóttir, útskýra að ætlunin sé að leigja sal með vorinu þar sem braggabörnin geta komið saman og ornað sér við minningar úr gamla kampinum á Laugarnestanganum. MYNDATEXTI: María, Sigríður og Þorgerður, öðru nafni Mæja, Sigga og Adda, á staðnum þar sem gamli Laugarnescampurinn stóð. Þegar mikið rok var gengu gusurnar upp af sjónum yfir braggana sem stóðu næst ströndinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar