Þjóðlegasta mynd ársins 2002
Kaupa Í körfu
Í SÖLUM Gerðarsafns stendur nú yfir árleg sýning á Blaðamyndum ársins 2002. Samtímis gefur þar að líta sýninguna Ólafur K. Magnússon: Fyrstu 20 árin á Morgunblaðinu, en Ólafur var fyrstur Íslendinga til að gera fréttaljósmyndun að ævistarfi. Á sýningunni á myndum ársins 2002 eru á þriðja hundrað ljósmyndir eftir félaga í Blaðaljósmyndarafélagi Íslands. Fjögurra manna dómnefnd valdi myndirnar á sýninguna úr um 600 myndum sem ljósmyndararnir lögðu fram, en dómnefndina skipuðu: Bjarni Eiríksson, lögmaður og ljósmyndari, formaður, Valgarður Gunnarsson myndlistarmaður og ljósmyndararnir Odd Stefán og Grímur Bjarnason. MYNDATEXTI: Þjóðlegasta mynd ársins 2002. Hálft þúsund manna var við dyrnar þegar ný stórverslun BT var opnuð í Smáralind en til að allt færi sómasamlega fram var fólki hleypt inn í hollum. Gerðu margir góð kaup. Dómnefnd valdi þessa mynd Sverris Vilhelmssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, þjóðlegustu myndina. Umsögn dómnefndar hljómar þannig: Hér eru björg dregin í bú á nútímalegan hátt. Lýsir vel íslensku þjóðarþeli, að láta ekki góð kaup renna sér úr greipum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir