Þjóðlegasta mynd ársins 2002

Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson

Þjóðlegasta mynd ársins 2002

Kaupa Í körfu

Í SÖLUM Gerðarsafns stendur nú yfir árleg sýning á Blaðamyndum ársins 2002. Samtímis gefur þar að líta sýninguna Ólafur K. Magnússon: Fyrstu 20 árin á Morgunblaðinu, en Ólafur var fyrstur Íslendinga til að gera fréttaljósmyndun að ævistarfi. Á sýningunni á myndum ársins 2002 eru á þriðja hundrað ljósmyndir eftir félaga í Blaðaljósmyndarafélagi Íslands. Fjögurra manna dómnefnd valdi myndirnar á sýninguna úr um 600 myndum sem ljósmyndararnir lögðu fram, en dómnefndina skipuðu: Bjarni Eiríksson, lögmaður og ljósmyndari, formaður, Valgarður Gunnarsson myndlistarmaður og ljósmyndararnir Odd Stefán og Grímur Bjarnason. MYNDATEXTI: Þjóðlegasta mynd ársins 2002. Hálft þúsund manna var við dyrnar þegar ný stórverslun BT var opnuð í Smáralind en til að allt færi sómasamlega fram var fólki hleypt inn í hollum. Gerðu margir góð kaup. Dómnefnd valdi þessa mynd Sverris Vilhelmssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, þjóðlegustu myndina. Umsögn dómnefndar hljómar þannig: Hér eru björg dregin í bú á nútímalegan hátt. Lýsir vel íslensku þjóðarþeli, að láta ekki góð kaup renna sér úr greipum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar