Björn G. Björnsson

Sverrir Vilhelmsson

Björn G. Björnsson

Kaupa Í körfu

Hvað eiga söfn og leikhús sameiginlegt? Jú, - að vilja sýna það sem í þeim býr. Björn G. Björnsson leikmyndateiknari hefur sagt skilið við leikhús og fjölmiðla í bili og starfar við að setja upp sýningar af ýmsu tagi. .......... BJÖRN G. Björnsson leikmyndateiknari er mörgum kunnur. Í árdaga Sjónvarpsins starfaði hann þar að fagi sínu, en var ekki síður þekktur sem þriðjungur Savanna-tríósins. "Ég byrjaði á Sjónvarpinu sumarið '66, þegar það var stofnað, var þar í tíu ár, dag og nótt. Það var rosalega spennandi tími. Þetta var lítill hópur starfsmanna sem afrekaði miklu. Á þessum áratug breyttist þetta úr hálfgerðri tilraunastöð sem sendi út tvö kvöld í viku í fullvaxna sjónvarpsstöð, og þegar ég hætti var leikmyndadeildin með um tuttugu starfsmenn." MYNDATEXTI: Björn G. Björnsson á sandpokavirki við hlið "dátans" á ljósmyndasýningunni Reykjavík í hers höndum. Björn hefur hannað á fimmta tug sýninga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar