Samfylkingin með stjórnmálafund

Jim Smart

Samfylkingin með stjórnmálafund

Kaupa Í körfu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, skoraði á Davíð Oddsson forsætisráðherra að mæta sér í kappræðum um skattamál, á fundi flokksins í Salnum í Kópavogi í gær. Sagði hún bilið milli fátækra og ríkra hafa aukist stöðugt á valdatíma núverandi ríkisstjórnar. Myndatexti: Ingibjörg Sólrún sagði Samfylkinguna vilja fara aðra leið í skatta- og velferðarmálum en ríkisstjórnin. Samfylkingin vilji skoða af alvöru fjölþrepa skattkerfi og samhliða taka upp viðræður við aldraða og öryrkja um afkomutryggingu "svo enginn þurfi að una fátækt eða óvissu um kjör sín". Þá verði greiddar ótekjutengdar barnabætur upp að átján ára aldri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar