Hlóðaeldhús á Götum í Mýrdal

Jónas Erlendsson

Hlóðaeldhús á Götum í Mýrdal

Kaupa Í körfu

Á GÖTUM í Mýrdal er ennþá uppistandandi gamalt hlóðaeldhús sem var byggt í kring um 1920 og notað fram til 1943 sem eldhús. Fyrst var þar eldað á hlóðum og kjöt reykt en síðast var komið þar fyrir eldavél./Eftir að hætt var að nota það til matseldar var kofanum breytt í kálfahús, en nú hefur það staðið ónotað í nokkur ár. Þegar fréttaritari var þarna á ferð var núverandi húsmóðir á Götum, Guðrún Einarsdóttir, að líta eftir kofanum en undanfarna daga hefur töluvert snjóað í Mýrdalnum. Bak við kofann er trjálundur sem var plantað í kringum 1950 og hafa trén dafnað vel. MYNDATEXTI: Gamla hlóðaeldhúsið á Götum og Guðrún Einarsdóttir veður snjóinn. mynd kom ekki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar