Fjölþjóðadagur í Ólafsfjarðarkirkju

Alfons Finnsson

Fjölþjóðadagur í Ólafsfjarðarkirkju

Kaupa Í körfu

FJÖLÞJÓÐADAGUR var haldinn í Ólafsvík sl. laugardag á vegum Ólafsvíkurkirkju og er þetta í fyrsta sinn sem hann er haldinn. Að sögn Óskars H. Óskarssonar, sóknarprests í Ólafsvík, tókst hátíðin, sem svo má kalla, mjög vel í alla staði. Alls tóku 15 þjóðir þátt í þessari fyrstu hátíð sem byrjaði kl. 15 á laugardag í Ólafsvíkurkirkju. Þar kynnti fólk menningu síns lands í tali og tónum og fórst það vel úr hendi. Allir urðu að segja fjórar setningar á sínu tungumáli en það var ,,góðan daginn, góða kvöldið, hvað segir þú gott" og að lokum ,,ég elska þig". MYNDATEXTI: Nygaard, læknir frá Danmörku, bjó til danskar friggadellur til að lofa gestum að smakka, og að sjálfsögðu voru gestir ánægðir með þær dönsku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar