Töskur

Jim Smart

Töskur

Kaupa Í körfu

Ég heiti Auðbjörn, er tvítugur töffari," söng Bítlavinafélagið í vinsælu dægurlagi um miðbik níunda áratugarins og náði þar að kalla fram ljóslifandi mynd af æsku þess tíma. Á sama tíma og Auðbjörn fór í ljós þrisvar í viku og mætti með mynd af bílnum í Hollywood um helgar þá gengu ungar konur í hvítum hælaskóm og jafnvel með hvítar handtöskur í stíl. Töluvert vatn er runnið til sjávar frá því lagið var samið og langt síðan skemmtistaðurinn Hollywood lagði upp laupana og of mikil ljósabekkjanotkun fékk á sig slæman stimpil. Hvítar töskur hafa líka verið í eins konar útlegð frá því þetta var, brenndar yfirborðsmennskunni sem einkennir margt af tísku níunda áratugarins. Töskurnar virðast hins vegar nú ætla að fá uppsreisn æru og verða áberandi hluti sumartískunnar. Þannig spókuðu margir ritstjórar helstu tískutímarita heims sig um með hvíta tösku á handleggnum á tískuvikunni í Mílanó fyrir skemmstu og fljótleg könnun á helstu tískuverslunum höfuðborgarsvæðisins staðfestir að hvítt verður litur sumarsins. MYNDATEXTI: Hvítur bakpoki frá Mango hentar sól og sumri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar