Barnaskóli Bárðdæla

Skapti Hallgrímsson

Barnaskóli Bárðdæla

Kaupa Í körfu

SJÖ NEMENDUR eru í vetur í Barnaskóla Bárðdæla sem starfræktur er á Kiðagili. Auk þess er rekinn leikskóli í sama húsnæði, þar sem eru þrjú börn. Krakkarnir koma allir af fimm bæjum í sveitinni, þrenn systkinapör eru í hópi nemenda; það fjórða reyndar í kennarahópnum, og þess má geta að kennararnir þrír - tveir í skólanum og einn í leikskólanum - eiga allir barn eða börn í þessu skemmtilega skólasamfélagi. Þetta eru konur, í hálfu kennarastarfi hver, og stunda jafnframt búskap. Það fer vel saman, segja þær MYNDATEXTI: Guðrún Tryggvadóttir, bóndi og kennari, er hér ásamt nemendum sínum í yngri hópnum. Frá vinstri: Aldís Ósk Agnarsdóttir, Hafrún Huld Hlinadóttir og Kristófer Már Gunnarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar