Listahátíð barna á Garðatorgi

Sverrir Vilhelmsson

Listahátíð barna á Garðatorgi

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var mikil krakkafjöld samankomin á Garðatorgi í gær þegar setningarathöfn Listadaga barna fór fram enda full ástæða til þar sem næstu fjórir dagar verða helgaðir listsköpun barna og unglinga í sveitarfélaginu. Allir grunnskólar og leikskólar bæjarins, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ auk Tónlistarskólans og annarra stofnana taka þátt í hátíðinni. Það var Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri sem setti hátíðina en eftir það mátti sjá og heyra brot af því besta í listum barnanna auk þess sem fjöldi sýninga á verkum þeirra var opnaður. allur textinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar