Stóra upplestarakeppnin í Grindavík
Kaupa Í körfu
ÞAÐ er alltaf gaman að sjá framfarirnar hjá krökkunum í 7. bekk Grunnskólans í Grindavík í upplestri þegar þau eru að æfa sig fyrir stóru upplestrarkeppnina. Flestir nemendur bekkjanna byrja keppnina en síðan er hópurinn skorinn niður og svo aftur þannig að í úrslitakeppninni taka þátt tíu bestu upplesararnir. Óhætt er að segja að upplestrarkeppnin í fyrradag hafi verið jöfn en eins og ævinlega eru einhverjir aðeins betri en aðrir. Sú sem sigraði heitir Sólveig Dögg Birgisdóttir og fékk að launum 15 þúsund kr. frá sparisjóðnum og bókina Þjóðsögur við sjó frá Eddu - Miðlun, reyndar fengu allir tíu efstu bókina frá bókaútgefandanum. Sólveig Dröfn Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti og fékk auk bókar inneign í sparisjóðnum upp á 10.000 kr. og í þriðja sæti varð Jón Ágúst Eyjólfsson en hann fékk 5.000 kr. frá sparisjóðnum. MYNDATEXTI: Krakkarnir sem höfnuðu í tíu efstu sætunum í upplestrarkeppninni.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir