Kjarvalsstaðir afmælishátíð

Kjarvalsstaðir afmælishátíð

Kaupa Í körfu

LIÐIN eru þrjátíu ár frá því listasafnið Kjarvalsstaðir var formlega vígt. Af því tilefni bauð Listasafn Reykjavíkur borgarbúum upp á veislu í safninu á sunnudag. Boðið var upp á veitingar í anda Jóhannesar S. Kjarval sem safnið heitir eftir, en hann ku hafa verið sérlega hrifinn af að snæða heimabakaðar jólakökur með rúsínum. Haldin var fjölbreytt dagskrá þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. MYNDATEXTI: Góð blanda: Á milli þess sem gestir hlýddu á fagran söng og gæddu sér á jólakökum með rúsínum gátu þeir meðal annars virt fyrir sér sýninguna "Sveitungar á Kjarvalsstofu" í miðrými safnsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar