Bjarni Jónsson
Kaupa Í körfu
REGLUR um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki hafa verið samþykktar í bæjarstjórn Akureyrar og mun bærinn bjóða þeim frumkvöðlum eða fyrirtækjum sem vilja hefja starfsemi í nýjum atvinnurekstri í bænum tímabundna aðstoð sem m.a. felst í greiðslu lóðar-, orku- og fasteignagjalda í samræmi við umsvif þeirrar starfsemi sem um ræðir. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að um væri að ræða eitt þeirra atriða sem fram koma í málefnasamningi meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn og lúta að því á hvern hátt Akureyrarbær hyggst koma að atvinnumálum í sveitarfélaginu. Bjarni Jónasson, formaður atvinnumálanefndar, sagði megináherslur lagðar á stuðning við verkefni sem tengdust markmiðum bæjarins um uppbyggingu atvinnulífs í bænum, en þar væri um að ræða nýsköpun og atvinnutækifæri í tengslum við sjávarútveg, iðnað og landbúnað, hátækniiðnað og upplýsingatækni sem og samstarfsverkefni atvinnulífs og Háskólans á Akureyri. MYNDATEXTI: Bjarni Jónasson
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir